Nýjustu fréttir

 • Föstudaginn 5.desember verður rauður dagur á Múlaborg. Þá ætla allir, bæði börn og starfsfólk, að mæta í einhverju rauðu. Svo hittumst við í söngsal og syngjum jólalög.

  Kveðja

  Múlaborgarar

 • Jólaföndur.


  Laugardaginn 29. nóvember verður jólaföndur á Múlaborg.
  Jólaföndrið verður frá klukkan 10:00 - 13:00 í salnum.


  Það kostar 1000 kr. inn fyrir fjölskylduna.


  Ýmislegt verður í boði eins og;
  • að skreyta kerti
  • að mála og skreyta jólakúlur
  • að gera jólakort
  • að mála dúka
  • að búa til jólatré
  • og margt fleira....

  Vöfflur á 200 kr. og kakó á 100 kr.

  Komið og eigið rólega og skemmtilega stund með okkur í byrjun aðventunnar.
  Athugið við erum ekki með posa.

  Kveðja Múlaborgarar

 • Minnum á að skipulagsdagur verður þann
  14. nóvember 2014.
  Þann dag er skólinn lokaður.

   

  A friendly reminder that Mulaborg will be closed on the 14th of november 2014 for a teachers' preparation day.

   

  Przypominamy, ze w piatek 14.listopada 2014 mamy dzien organizacyjny i nasze przedszkole bedzie zamkniete.

 • Fimmtudginn 16 október verður bleikur dagur í Múlaborg. Starfsfólk og börn mæta þá í einhverju bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

  Tákn vikunnar er bleikur af tilefni dagsins.

Skoða fréttasafn