Nýjustu fréttir

 • Minnum á að skipulagsdagur verður þann
  14. nóvember 2014.
  Þann dag er skólinn lokaður.

   

  A friendly reminder that Mulaborg will be closed on the 14th of november 2014 for a teachers' preparation day.

   

  Przypominamy, ze w piatek 14.listopada 2014 mamy dzien organizacyjny i nasze przedszkole bedzie zamkniete.

 • Fimmtudginn 16 október verður bleikur dagur í Múlaborg. Starfsfólk og börn mæta þá í einhverju bleiku til tákns um samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

  Tákn vikunnar er bleikur af tilefni dagsins.

 • Vetrastarfið á Múlaborg kynnt og aðalfundur foreldrafélagsins.

  Góðan dag.

  Nú er komið að kynningafundi fyrir foreldra. Starfsfólk deildanna kynna starfið í vetur.

  Fundurinn byrjar stundvíslega kl 17:30, miðvikudaginn 15.október.


  Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn líka þennan dag.

  Við byrjum öll saman inn í sal. Rebekka setur fundinn og fer yfir nokkur atriði.

  Síðan er Aðalfundur foreldrafélagsins og þar verða eftirfarandi mál á dagskrá:

  1. Kynning starfsins síðasta vetur, reikningar og uppgjör núverandi stjórnar
  2. Kosning í nýja stjórn - kosið verður í stöðu formanns, varaformanns, gjaldkera, ritara og gott er að hafa tvo meðstjórnendur, ef fleiri hafa áhuga að taka þátt þá er alltaf hægt að bæta við góðu fólki.

  Við hvetjum foreldra til að mæta og hugsa með sjálfum sér hvort að það sé ekki tilbúið í að taka að sér þessi spennandi störf í félaginu okkar. Mikilvægt er fyrir börnin okkar að starfandi sé gott og öflugt foreldrafélag í leikskólanum, þannig getum við gert góða hluti fyrir leikskólann og starfið á Múlaborg. Gefum okkur tíma til að mæta, kynna okkur starfið á Múlaborg og verkefni barnanna okkar í vetur. Stefnum á að hefja starfið í öflugu og fjölmennu foreldrafélagi og síðast en ekki síst - sýna okkur og sjá aðra foreldra.

  Endilega finnið okkur á facebook og bætið ykkur í hópinn hjá Foreldrafélagi Múlaborgar, slóðin er https://www.facebook.com/groups/28088607170/

  Rut, formaður foreldrafélagsins á Múlaborg.

   

       Eftir aðalfundinn fara foreldrar inn á deild síns barns þar sem deildarstjóri og starfsfólk deildarinnar kynna sig og starfið sem þar fer fram og hvað verður unnið með í vetur.

  Gert er ráð fyrir að fundurinn verði um klukkustundar langur.

  Starfsfólk Múlaborgar og stjórn foreldrafélags Múlaborgar.

 • Ungar fóru í sinn fyrsta skipulagða íþróttatíma síðastliðinn föstudag. Það gekk vel enda duglegir krakkar.

  26sept2014 025

  26sept2014 053
  26sept2014 07826sept2014 076

Skoða fréttasafn