Ungar - 5. nóvember

Góðan daginn

Í dag mættu öll börnin nema eitt. Emilía Ósk var veðurfræðingur.

Við héldum áfram með þemað okkar-Líkaminn. 
Í dag vorum við með bragð- og lyktarskyn.
Við fengum ýmislegt lánað úr eldhúsinu, eins og ýmiss krydd, sítrónusafa, salt og pipar. Við vorum
líka með ávexti sem við krydduðum. Börnin sýndu mismunandi viðbrögð við matnum. Sumt var súrt,
annað sterkt og sumt var bara vont.

Einnig vorum við með allskomar til að lykta af. Til dæmis sítrónusafa, ilmvatn, og fleira.

Við ræddum um nefið og lyktarskynið, munninn, tunguna og bragðlaukana.

Þetta var mjög skemmtilegt og var gaman að fygljast með viðbrögðum barnanna.  Myndir af þessu
koma inn á myndaalbúmið á morgunn.

Í samverustund fyrir mat fóru Spóar og Krummar í dans en Lundar og Lóur fóru í L.T.B.

Í hádegismat var plokkfiskur og var Aleksander Karl þjónn.

Munið bangsa- og náttfatadaginn á morgunn.

 Veðurfræðingurinn.

Hvar er tungan?

Dansað.

Takk í dag

Ungar