Bangsadeild vikan 13.-17. febrúar

 

Góðan dag!

Þessi vika hefur verið frekar óhefðbundinn. Hópastarfið féll niður þessa viku sem og stóraval. En það var ýmislegt brallað í staðinn. Við fórum í salinn, kotið og listaskála og vorum í frjálsum leik inni á deild. Þessa dagana er mesta stuðið að dansa. 

Í gær fimmtudag var þorramatur í salnum, það var mismikið borðað af matnum en þó smakkað. Alltaf gaman að borða saman í salnum.

Í dag var svo morgunkaffi fyrir mömmur, ömmur, systur og frænkur. Við þökkum ykkur kærlega fyrir góða mætingu. 

Við lékum svo í frjálsum leik fyrir hádegi, dönsuðum, leiruðum, púsluðum og tókum nokkrar jógaæfingar.  

Góða helgi

kv. Bangsar